Þekkir landlæknir ekki lög um skyldur landlæknis?

Matthías Halldórsson landlæknir segir í grein á bls. 28. í Morgunblaðinu í dag: "....þar sem ég tjáði ráðuneytisstjóranum að við hefðum ekkert um fortíð Byrgisins að segja þar sem það heyrði ekki undir eftirlitshlutverk landlæknisembættisins, það teldist ekki sjúkrastofnun og ég vissi ekki til að embættið hefði komið neitt að ákvörðun um fjárveitingar til þess. Fréttir af fjárveitingum til Byrgisins sjáum við nú orðið bara í fréttum eins og aðrir"

Í lögum nr. 39 frá 1964 er kveðið á um meðferð drykkjusjúkra og eftirlitsskyldu landllæknis. 

  8. gr. Meðferð drykkjusjúkra skal vera í höndum lækna, sjúkrahúsa, heilsuverndarstöðva eða annarra stofnana, sem til þess hafa hlotið sérstakt leyfi heilbrigðisstjórnarinnar og háðar eru eftirliti hennar.
Stofnanir eða einstakir læknar, sem hafa drykkjusjúklinga til meðferðar, skulu senda landlækni, eða þeim, er hann ákveður, upplýsingar á þar til gerðum eyðublöðum, er skrifstofa landlæknis lætur í té.

Er hægt að túlka þetta öðru vísi en að landlækni beri að hafa eftirlit með stofnunum sem stunda einhvers konar meðferð á drykkjusjúkum og gera það í velþóknun og með fjárstuðningi frá opinberum aðilum? Landlæknir segir í greininni "Við flokkum handayfirlagningar og annað í þeim dúr ekki til meðferðar".  Þetta er vissulega þörf ábending til yfirvalda og það er afar þarft að fagaðilar og aðilar með sérfræðikunnáttu  eins og landlæknir skýri hvað er meðferð og hvað er ekki meðferð. 

En þegar rýnt er í skýrslur og plögg um Byrgið þá er alveg ljóst að þar fór fram einhvers konar meðferð  þó hún væri ekki í höndum læknis og það hefur nú  einmitt verið  vegna trúar á þessa tegund af meðferð að Byrgið hefur fengið opinbert fé.  Er það fyrst núna sem landlæknir gerir athugasemd við starfsemi Byrgisins og er það fyrst núna sem hann útskýrir hvað landlæknisembættið telur vera meðferð? 

Í lögum um landlæknisembættið segir: " Landlæknir skal vera ráðunautur ráðherra og ríkisstjórnar um allt, er varðar heilbrigðismál." og þar stendur líka: " Landllæknir heldur uppi eftirliti með lækningastarfsemi allri, m. a. í því skyni að sporna við skottulækningum og annarri ólögmætri lækningastarfsemi."

Ef til vill er ég að misskilja hlutverk landlæknis en mér virðist að hann hefði átt að fylgjast með  og hafa eftirlit með meðferð drykkjusjúkra og hafa vit fyrir stjórnvöldum á umliðnum árum  a.m.k. með því að benda á að það væri ekki rétt að hafa heimili eins og Byrgið og að aðilar sem ekki væru hæfir til að bjóða meðferð gerðu það. Einmitt eins og landlæknir gerir í greininni í Morgunblaðinu í dag þar sem hann bendir á að það er skynsamlegra að fela heilbrigðisstofnun Suðurlands aðhlynningu skjólstæðinga Byrgisins en að  fela öðru trúfélagi Samhjálp það verkefni.  

Það hefur margt brugðist í Byrgismálinu og frammistaða Félagsmálaráðuneytisins er þar alls ekkert glæsileg, reyndar mikil hneisa, það er ótrúlegt að rekstur á slíkum brauðfótum skuli ekki hafa sætt meiru fjárhagslegu eftirliti.  Fjármálaóreiða og meint kynferðisbrot eru eitt en meðferð  við drykkjusýki sem er einhvers konar trúarkukl og handayfirlagningar er annað. Hefði ekki landlæknir átt að benda fyrr á að þetta er ekkert sniðug og fagleg meðferð fyrir drykkjusjúka? Ég reyndar held að þessi tegund af meðferð virki fyrir einhverja en það er bara óumræðilega sorglegt að þeir sem eru dýpst sokknir hafa ekki haft neitt val á íslandi. Þeir hafa orðið að leita í skjól hjá ofsatrúarsöfnuðum eða vera á götunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú virðist býsna öflugur bloggari....hvað finnst þér um þetta below ??

....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á
sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti
maður heims. Ekki fer miklum sögum af "kaupverðinu" né heldur að öðrum hafi
verið leyft að bjóða þarna í fyrirtækin....neipp, þeim var skemmtilega komið
fyrir hjá hinum "útvöldu".

Okkar útgáfa af þessum manni hlýtur að vera Ólafur Ólafsson í Samskipum sem
"gaf" milljarð í höfuðstól um helgina og renna vextirnir af honum til
mannúðarmála og líknarmála - cirka 100-150 millur árlega sem er svipað og
ónefnd veisla kostaði.


er ekki tímabært að rifja aðeins upp hvernig menn fara að því að eignast
rúmlega 100 þúsund milljónir á innan við 5 árum á íslandi en hrein eign Óla
partýkalls er vel yfir 100 þúsund milljónir?

fyrir utan búnaðarbankann.....þá var VÍS skemmtilegt dæmi....en látum fyrrum
landsbankastjóra hafa orðið:

Hann skrifar þetta í morgunblaðið 4.oktober 2006:

"Rasphúsmenn


FYRIR þremur árum ákváðu bankaráðsmenn Landsbankans hf., þeir Helgi Guðmundsson

og Kjartan Gunnarsson, að selja hinum svonefnda S-hópi hlutabréfaeign bankans í

Vátryggingafélagi Íslands, tæplega 50% eignarhlut í VÍS. Einstöku vildarvinir
fengu að fljóta með í kaupunum, þar á meðal Skinney-Þinganes á Höfn í
Hornafirði, erfðagóss Halldórs Ásgrímssonar.
Kaupverð á bréfum Landsbankans í VÍS var 6,8 milljarðar króna; sex þúsund og
átta hundruð milljónir. Réttum þremur árum síðar seldi S-hópurinn og einkavinir

þeirra þennan hlut í VÍS fyrir rúmlega 31 milljarð króna; þrjátíu og eitt
þúsund milljónir. Mismunur 24,2 milljarðar - tuttugu og fjögur þúsund og tvö
hundruð milljónir.

Sæmileg ávöxtun það, enda sá Finnur Ingólfsson um veltuna.

Þegar kaup S-hópsins og co. fóru fram hafði Landsbankinn verið einkavæddur, en
allir hlutir í honum í opinberri eign, þ.e.a.s. í eigu almennings. Það var því
í umboði ríkisstjórnar, sér í lagi bankamálaráðherrans, Valgerðar
Sverrisdóttur, sem Helgi og Kjartan seldu, en þeirra er ábyrgðin skv. lögum um
viðskiptabanka. Þau vinnubrögð kallaði einn úr Einkavæðingarnefnd, Steingrímur
Ari Arason, fráleit, sagði sig úr nefndinni; gekk brott og grét beisklega.

Það hlýtur að verða fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar eftir næstu kosningar, að
skipa opinbera rannsóknarnefnd sem fari rækilega í saumana á allri svívirðunni,

sem Einkavæðingarnefnd lét eftir sig. Auðvitað verður einkavæðing þáverandi
utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar, á Íslenzkum aðalverktökum líka tekin
með í reikninginn.

Þegar öll kurl hafa komið til grafar er spurningin ekki sú hvort hinir ábyrgu
verði dæmdir í rasphús heldur hversu langa tukthúsvist.

Framsóknarmenn höfðu um alllanga hríð unnið hörðum höndum að því að ná undir
sig Landsbankanum. Þegar núverandi Seðlabankastjóri yfirgaf stefnu sína um
dreifða eignaraðild og heimtaði að selja bankann einkavinum sínum, ærðust
framsóknarmenn og töldu Búnaðarbankann of rýran feng. Lausn var fundin með því
að gefa þeim milljarðana í VÍS til að jafna metin og var höfð í huga aðferð
Kambránsmanna að skipta þýfinu sem jafnast."


Síðan skrifar hann 14.oktober 2006 í moggan líka þetta:

"Bankaræningjar

ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.


ÞAÐ BLASIR við öllum með augu opin að vinnubrögð hinnar svokölluðu
einkavæðingarnefndar voru samfelldur fjármálalegur sóðaskapur af verstu gerð.
Þó virðast sölur ríkisbankanna taka þar öðru fram.
Fyrir skemmstu rakti undirritaður í stuttri klausu í Morgunblaðinu aðfarir
bankaráðsmanna Landsbanka Íslands, Helga S. Guðmundssonar og Kjartans
Gunnarssonar, við sölu á hlutabréfum bankans í Vátryggingarfélagi Íslands, en
þær athafnir voru undanfari sölu bankans. Í ljós kom, að hlutabréf Landsbankans

voru seld S-hópnum svonefnda fyrir 6,8 milljarða króna. Þessi bréf seldi
S-hópurinn 3 - þremur - árum síðar fyrir rúmleg 31 milljarð króna. Mismunur
rúmir 24 milljarðar.

Á sölu hlutabréfa Landsbankans í VÍS á sínum tíma báru aðalábyrgð þeir Helgi S.

Guðmundsson og Kjartan Gunnarsson, vafalaust að undirlagi þáverandi
bankamálaráðherra, framsóknarfrúarinnar frá Lómatjörn. Ærin ábyrgð hlýtur það
að teljast, enda tukthússök.

En sagan var ekki hálfsögð. Það kemur í ljós við kaup S-hópsins á FL-Group að
einn af aðalmönnum S-hópsins reynist vera hinn sami Helgi S. Bankaráðsmaðurinn
hefir sem sagt gefið sjálfum sér milljarðana við svokallaða sölu VÍS-bréfanna
til S-hópsins.

Það er ennfremur bókað að Kjartan Gunnarsson á vænan hlut í Landsbanka Íslands
og hefir sem bankaráðsmaður í fyrrum Landsbanka ráðið miklu um það verðlag, sem

hann sjálfur naut við kaup sín í nýja Landsbankanum.

Það er eftir öðru að Helgi þessi S skuli vera formaður stjórnar Seðlabanka
Íslands - eða kannski við hæfi.

Þessi dæmi sýna ljóslega hverskonar framsóknar-forarvilpu ríkisstjórnarmenn eru

sokknir í, enda munu þeir aldrei leyfa opinbera rannsókn á málavöxtum meðan
þeir sitja á valdastólum.

Eru það kannski þessir kónar sem nýi forsætisráðherrann á við þegar hann segir
í alþingi á dögunum: ,,Ég missi ekki svefn yfir því að einhverjir aðilar hafi
hagnast á viðskiptum."

Á hinu kynni að verða stutt bið að einhverjir af bankaræningjunum yrðu andvaka.


Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins."



Síðan var Icelandair tekið yfir...þeir komnir í FL group og Straum Burðaráss
o.fl. skemmtilegt....

Er það ekki einsdæmi í hinum vestræna heimi að sjálfur viðskiptaráðherra hætti
störfum og taki þátt í einkavæðingu sinnar eigin ríkisstjórnar - og nái á innan
við 5 árum nokkur hundruð þúsund milljónum til sinna manna og stýri núna einum
öflugasta fjárfestingarhóp landsins ???

Er ekki timabært að rifja aðeins upp hverjir tilheyra þessum hóp manna sem
undir forystu fyrrum viðskiptaráðherra Íslands eru orðnir meðal auðugustu manna
íslands....og það á vel innan við 5 árum ???


"Island er best í heimi.......við eigum öll skilið að fá Thule !"

Kv.
JS

JS (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 13:57

2 identicon

Sæl Salvör.

 Þakka þér fyrir tilskrifið . Mér finnst þú í raun svara þér sjálf. Byrgið var búsetuúrræði á vegum félagsmálaráðuneytisins og því ekki undir eftirliti landlæknis sem slíkt. Þar var ekki stunduð meðferð í þeim skilningi sem læknar og heilbrigðisstarfsfólk nota það orð og landlæknir á að hafa eftirlit með. Meðferð á að byggjast á svokallaðri gagnreyndri læknisfræði (evidence based medicin), en til þess að stunda slíka meðferð þarf viðkomandi að hafa lokið viðurkenndu námi og vera löggiltur af heilbrigðisráðuneytinu, eða að einhver slíkur hafi umsjón með starfinu. Ólafur okkar Ólafsson kom þarna meira sem heimilislæknir þegar eftir því var leitað, en blandaði sér ekki í vímuefnameðferðina. Hins vegar má segja að margir þeir sem bjuggu í Byrginu voru mjög sjúkir einstaklingar og það má vel gagnrýna landlæknisembættið fyrir að láta ekki meira í sér heyra að þeir ættu skilið að fá meir raunverulega meðferð annars staðar þótt þeir byggju þarna uppi í sveit, eða a m k að þeir fengju eitthvert almennilegt "programm", en væru ekki bara þarna að dingla sér.

 Bestu kveðjur,

Matthías Halldórsson

Matthías Halldórsson (IP-tala skráð) 25.1.2007 kl. 14:01

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir svarið Matthías. Ég tek undir það að landlæknir hefði ef til vill átt að benda betur á vanda þessa fólks og þó það sé auðvitað álitamál hvað flokkast undir skottulækningar þá held má rökstyðja að sumt sem kennt við  kraftaverkalækningar fyrir tilstuðlan trúar séu skottulækningar. Alla vega  myndi ég kjósa að sérfræðingar bentu almenningi og stjórnmálamönnum á að þetta er ekki skynsamleg leið. 

Það er ekki víst að ábendingar sérfræðinga hafi áhrif en amk hefur fólk þó verið upplýst um hvaða munur er á hefðbundnum lækningum og svona trúarathöfnum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.1.2007 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband