Endalok evrunnar?

Það hriktir í fjármálakerfi Evrópu þessa daganna og ríkisstjórnir eru trúaðri (eða þykjast vera það) en hagfræðingar á því að þær megni að leysa vandann. Það eru því miður engar líkur á að þær nái að leysa vandann með þeim aðferðum sem hingað til hefur verið beitt við skuldum vafin ríki.

Í greininni The end of the Euro  þann 7. maí  rýnir  hagfræðingurinn Niall   Ferguson í stöðu evrunnar. Hér er endursögn á þeirri grein.  Feguson segir að stærsti gallinn í hönnun EMU þ.e. myntbandalagi Evrópu sé að það tengdi saman myntir Evrópulanda án þess að samhæfa fjármálastjórn landanna.

Stofnsamningur EMU hafi þannig birt okkur sannleika um manngerðar stofnanir, sem sagt það að þó hvergi sé skjalfest hvaða ferli eigi að grípa til þegar einhverjar mjög slæmar aðstæður koma upp hindri það ekki að þær aðstæður geti komið upp. (innskot:Við Íslendingar vitum vel hvernig er að lenda milli steins og sleggju í ófullkomnum evrópskum reglugerðum um skuldatryggingar banka, harka Evrópuríkja í því máli var einmitt að málið afhjúpaði veilurnar í regluverkinu og ef látið væri undan kröfum Íslands um dómstólaleiðina þá hefði það fellt Evrópu)

Ferguson segir það hafa verið eina af ástæðum fyrir að Bretland gekk ekki í EMU á sínum tíma. Það hafi verið í umferð  trúnaðarskjal  frá 1998 sem fór yfir hvað gæti gerst ef land  hefði miklu meiri fjárlagahalla/viðskiptahalla  en leyft væri. Það myndi valda miklum usla og ringulreið.  Ástæðan væri  að evrópski seðlabankinn ECB mætti ekki grípa inn í og lána beint til ríkisstjórnar slíks ríkis. Á sama tíma væri engir möguleikar fyrir ríkisstjórn slíks ríkis að ganga úr myntbandalaginu.

"A confidential Bank of England paper circulated in 1998 speculated about what would happen if a country—referred to only as "Country I"—ran much larger deficits than were allowed. The result, the bank warned, would be a colossal mess. Why? Because the new European Central Bank (ECB) was prohibited from bailing out a country with such an excess deficit by lending money directly to the government. Yet, at the same time, there was no mechanism for Country I to exit the monetary union. This rigidity was one reason Harvard economist Martin Feldstein foresaw the single currency leading not to greater harmony in Europe, but to conflict."

Grikkland gekk í EMU 2001. Fyrstu níu árin var evran á blússandi siglingu og allt virtist leika í lyndi og evran naut mikils trausts, mörg ríki (kannast einhver hér við umræðuna á Íslandi?) töldu sig hafa misst af lestinni að vera ekki meðal evruþjóða:

"Between 1999 and 2003, international banks issued more bonds priced in euros than in dollars. The countries that had stayed out began to wonder if they'd missed not just the bus but a luxury coach."

En í október 2009 eftir þingkosningar í Grikklandi upplýsti ný stjórn að fjárlagahalli þar væri  12.7 % af vergri þjóðarframleiðslu (GNP) og evrópski seðlabankinn  ECB  væri á óbeinan hátt að fjármagna þriðjung af lánum grísku ríkisstjórnarinnar í gegnum neyðarlán til grískra banka. Þetta olli einmitt þeirri keðjuverkun sem efasemdarmenn um evruna höfðu óttast. 

Álag á grísk skuldabréf  þaut upp og hafði það þó alltaf verið hátt. Þessi staða Grikklands að vera með mikill og vaxandi fjárlagahalla, miklar ríkisskuldir sem þurfti að endurfjármagna á afarkjörum varð til þess að Grikkland sneri sér til annarra EBE þjóða um neyðarlán. Þjóðverjar o.fl. voru tregir til enda fjármálakreppan í algleymingi. Í apríllok fengu Grikkir €110 billion lán og af því komu €30 billion frá vinum okkar í IMF alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Stjórn Grikklands átti hins vegar í staðinn að herða sultarólina og minnka fjárlagahallann í 3 % árið  2014 með því að draga saman útgjöld og hækka skatta.

Hefur vandamálið verið leyst?

Nei, það er ekki mögulegt að þjóð í mjög djúpri kreppu geti farið þessa leið. Grikkland mun ekki geta staðið við þetta og jafnvel þó að allt gangi eftir þá mun skuldin verða í hámarki 150 prósent af GDP og þar af eiga  7.5 prósent af  GDP að fara í vexti af lánum. Það er enginn vilji í grískum stjórnmálum eða meðal almennings að ganga að þessum kjörum. Ferguson spáir að ríkisstjórn George Papandreou muni falla og ný ríkisstjórn klippa 30 % af grískum skuldabréfum.

Þetta er þó ekki það hættulegasta. Það sem verra er segir Ferguson er að þetta er bráðsmitandi.  Fjárfestar átti sig á því að þar sem þetta gerist með grísk skuldabréf þá muni það einnig geta gerst með skuldabréf annarra þjóða.  Tvö evruríki Ítalía og Belgía eru skuldug og tvö eru á ystu nöf að fara sömu leið og Grikkland, það eru Portúgal og Spánn.

Moody's gaf  ríkisskuldabréfum Portúgals einkunnina Aa2 og að það myndi mögulega lækka. Vaxtaálag á ríkisskuldabréf Spánar hefur snarhækkað og sagt er að  þar þurfi menn ennþá stærri neyðarlán en Grikkland. En þetta er ekki bara eina vandamálið. Lán til annarra ríkja eru líka á efnahagsreikningi Grikklands og fall Grikklands tekur með sér ríki eins og Rúmenía og Búlgaríu sem fjármagna sín ríkisskuldabréf að miklu leyti gegnum lán frá grískum bönkum og þegar þau geta ekki endurfjármagnað þau lán og standa ekki í skilum þá kemur það sem keðjuverkun.

Ferguson telur að það líði meira en ár þangað til fjárfestar átta sig á því að USA er í ennþá verri stöðu en Evrusvæðið. Mismunur er að USA hefur opinbert fjármálakerfi sem nær yfir allt svæði. Ferguson endar greinina með þessum orðum:

"Europe now faces a much bigger decision than whether to bail out Greece. The real choice is between becoming a fully fledged United States of Europe, or remaining little more than a modern-day Holy Roman Empire, a gimcrack hodgepodge of "variable geometry" that will sooner or later fall apart. "

Sem sagt annað hvort verður Evrópa að verða eitt ríki með eina fjármálastjórn eða splundrast.  Ég er hugsi yfir hvort þetta sé rétt greining og raunar get ekki séð annað en hætta sé á að USA leysist upp í fleiri ríki ef það verður ekkert sem heldur því ríki saman nema skuldir og sameiginlegur hernaður. En þessi grein Ferguson sýnir í hve mikilli klemmu þjóðríkin eru og hvernig kasínókapítalísk hagkerfi eru að kafna í eigin spýju. Þjóðríkin og ríkisstjórnir fengu mestu lánin vegna þess að þar þótti áhættan minnst. Nú er svo komið að áhættan á greiðslufalli ríkja er mikil og fjármálakerfi ríkja eru í óleysanlegri skuldabólu sem engin leið er að standa við nema hneppa margar kynslóðir í skuldaánauð. Þessi veruleiki hefur reyndar verið veruleiki margra þróunarríkja, þar hafa óábyrgð stjórnvöld tekið lán og svo hrökklast frá völdum en lánin verða eftir fyrir komandi kynslóðir. Það virðist fátt í sjónmáli fyrir slík ríki og við Íslendingar erum í þessum sporum annað en gera uppreisn skuldsettra þjóða og bindast samtökum og reyna að knýja fram niðurfellingu skulda - eins konar nauðasamninga þjóða. Þetta heitir á latínu debt moratorium.


mbl.is Skuldabréfamarkaðir við suðumark
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sæl, ég bendi á mína eigin færslu:

Greining Þorsteins Pálssonar er röng, - vandi Evrópuríkja við Miðjarðarhaf, stafar af því að fyrir þau hagkerfi, er Evran of hátt skráð!

-----------------------

Já, ég held barasta, að það sé mjög vel hugsanlegt, að við stöndum frammi fyrir hruni Evrunnar.

Evrópusambandið, er að undirbúa stóra tilkinningu fyrir næsta mánudag. þ,e. 10 maí.

En, vísbendingar eru um, að sennilega verði ekki nóg að gert. En, Bretar hafa þegar tilkynnt, að þeir hafi ekki áhuga á að legja peninga i púkkið. Danir hafa þó líst yfir, að þeir muni leggja inn peninga.

En, þær hugsmyndir sem heyrast e-h á bilinu 60-70 ma. Evra, er ekki nóg, þegar haft er í huga að pakkinn fyrir Grikkland, kostar ESB 80 ma. Evra - og, hann er ekki metinn nógur til að bjarga Grikklandi af markaðinum.

Það þarf e-h í líkingu við 300-400 ma. Evra hugsa ég - en, óíklegt verður að teljast, að skuldug upp fyrir haus ESB ríki, geti hreinlega skrapað sama slíkar formúgur innan svo stutts tíma.

En, þetta á eftir að koma í ljós.

-----------------

Mánudagurinn, verður annað hvort dagurinn, þ.s. markaðirnir fengu fréttir sem dugðu til að sefa þeirra ótta; eða að hann verður dagurinn, sem sannfærði hann um að, Evran væri dauð og Evrópa sökkvandi skip.

Seinna dæmið, þíðir þá að dagurinn verður stór trigger event fyrir alþjóðlegt hrun, á markaði.

Stór hrun bylgja fer þá í gegn, Evrópskir bankar væntanlega hrynja á ný og Evrópa sekkur eins og steinn, í nýja krepppu. EN, í þetta sinn rís hún ekki aftur í langan tíma.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 13:47

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég bendi einnig á góða grreiningu Martin Wolf á aðgerða pakka ESB gagnvart Grikklandi, og mati hans á líkum þess, að þetta virki:

http://www.ft.com/cms/s/0/de21becc-57af-11df-855b-00144feab49a.html

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 9.5.2010 kl. 13:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þakka ykkur fyrir afar forvitnilega umfjöllun. Sökkvi Evrópa mun það þýða mikinn ósigur fyrir alþjóðavæðingu fjármálakerfisins. Hinsvegar mætti túlka það sem varnarsigur fyrir fullveldissinna, þ.m.t. meirihluta íslensku þjóðarinnar.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2010 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband